Með alla burði til að gera vel

Emil Karel Einarsson,fyrirliði Þórs.
Emil Karel Einarsson,fyrirliði Þórs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór Þor­láks­höfn hef­ur ekki byrjað leiktíðina sem skyldi í Dom­in­os-deild karla í körfu­bolta. Eft­ir að hafa orðið silf­urlið bik­ar­keppn­inn­ar síðustu tvö ár, og átt sæti í úr­slita­keppn­inni á hverju tíma­bili síðan árið 2012, er Þór nú í fallsæti með fjög­ur stig eft­ir átta leiki.

Þórsar­ar unnu ann­an sig­ur sinn á leiktíðinni í síðustu um­ferð þegar þeir lögðu Vals­menn að velli með tíu stiga mun, 78:68. Hinn sig­ur­inn kom gegn Stjörn­unni, einnig heima í Icelandic Glacial-höll­inni. Þórsar­ar vilja ólm­ir rétta bet­ur úr kútn­um og leiðrétta þann mis­skiln­ing að þeir verði í fall­bar­áttu í vet­ur, en leiktíðin hef­ur verið skraut­leg og hún hófst seinna en ella vegna matareitr­un­ar sem lagðist á hóp­inn:

„Hún hrjáði okk­ur í u.þ.b. tvær vik­ur, en svo byrjuðum við á hörku­leikj­um við Grinda­vík og Njarðvík sem við töpuðum bara á loka­sek­únd­un­um. En svo fór­um við bara að spila illa, og hitta illa. Við höf­um líka lent tals­vert í meiðslum og nú er Snorri [Hrafn­kels­son] kom­inn með eink­irn­inga­sótt. Þetta hef­ur verið hálfó­trú­legt ástand á þessu tíma­bili. Miðherj­inn okk­ar er því dott­inn út og ég kom­inn aft­ur í þá stöðu, og við höf­um þurft að gera fleiri breyt­ing­ar á skipu­lag­inu,“ seg­ir Emil Kar­el Ein­ars­son, fyr­irliði Þórs og einn reynd­asti leikmaður liðsins þrátt fyr­ir að vera aðeins 23 ára gam­all.

„En við lent­um líka í ein­hverju and­legu þroti. Það komu þarna nokkr­ir leik­ir þar sem var eins og að við hefðum eng­an vilja til að gera neitt. Það var sér­stak­lega áber­andi í næst­síðasta leik, gegn Tinda­stóli úti, þar sem var bara eins og eng­inn nennti þessu. Við tók­um gott spjall í bún­ings­klef­an­um eft­ir þenn­an leik, og mér fannst við kom­ast á sömu blaðsíðu, og ég er bara mjög bjart­sýnn varðandi fram­haldið. Við mun­um núna fara aft­ur að spila hraðan körfu­bolta, hlaupa hratt fram og aft­ur og skjóta vænt­an­lega eitt­hvað af þriggja stiga skot­um. Ég er bjart­sýnn á að við för­um að vinna fleiri leiki og við ætl­um okk­ur að kom­ast í úr­slita­keppn­ina, enda væri annað furðulegt með þetta lið sem við erum með,“ seg­ir Emil.

Sjá ít­ar­lega kynn­ingu á liði Þórs Þor­láks­hafn­ar í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert