Fékk sérstakt leyfi til að fljúga þyrlunni

Kobe Bryant er minnst í Los Angeles.
Kobe Bryant er minnst í Los Angeles. AFP

Talið er lík­leg­ast að þoka og slæmt skyggni af völd­um henn­ar hafi verið or­sök þyrlu­slyss­ins hörmu­lega í útjaðri Los Ang­eles í gær þegar körfuknatt­leiksmaður­inn Kobe Bry­ant, Gi­anna dótt­ir hans og sjö aðrir lét­ust.

New York Times greinir frá því í dag að flugmaðurinn hafi fengið sérstakt leyfi til að fljúga, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Einn sjónarvottur lýsti aðstæðum við að synda á kafi í mjólk.

„Þokan var mjög þykk og þetta var eins og að synda á kafi í mjólk. Ég sá varla neitt og ég trúði því ekki að einhver væri að fljúga þyrlu í þessum aðstæðum. Fólk átti erfitt með að keyra í þokunni,“ sagði hinn 61 árs gamli Scott Daehlin sem varð vitni að slysinu og hringdi í neyðarlínuna.

Reu­ters seg­ir að skil­yrði hafi verið slæm vegna þoku og hef­ur eft­ir Los Ang­eles Times og CNN að um morg­un­inn hafi lög­reglu­yf­ir­völd í Los Ang­eles kyrr­sett sinn þyrlu­flota af henn­ar völd­um. Ekki sé vitað hvort flugmaður þyrlu Bry­ants hafi verið þjálfaður fyr­ir flug við þess­ar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert