Íslenska u20 ára landslið kvenna í körfuknattleik vann fyrsta leik sinn 50:46 gegn Slóveníu á Evrópumótinu sem haldið er í Makedóníu.
Helena Rafnsdóttir og Elísabeth Ýr Ægisdóttir voru atkvæðamestar í liði Íslands. Helena með tíu stig og átta fráköst og Elísabeth með sex stig og tólf fráköst.
Slóvenar byrjuðu leikinn betur og leiddu 18:12 eftir fyrsta leikhluta og 28:24 i hálfleik. Slóvenía var svo enn yfir fyrir lokaleikhlutann, 38:34. Ísland sneri blaðinu við í fjórða leikhluta og vann hann með átta stigum, lokatölur því 50:46.
Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á mánudaginn kemur.