Stórliðið í kjörstöðu

Frá vinstri, Jayson Tatum og Jaylen Brown stefna á meistaratitilinn.
Frá vinstri, Jayson Tatum og Jaylen Brown stefna á meistaratitilinn. AFP/Nick Cammet

Stórlið Boston Celtics er komið í 3:1 í einvígi sínu gegn Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur í Cleveland, 109:102, í nótt. 

Boston þarf því aðeins einn sigur til að tryggja sér í úrslitaeinvígið austanmegin. 

Jayson Tatum fór mikinn annan leikinn í röð en hann skoraði 33 stig, tók ellefu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. 

Hjá Cleveland skoraði Darius Garland 30 stig. 

Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka