Stórleikur Elvars dugði ekki til

Elvar Már Friðriksson
Elvar Már Friðriksson Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í liði PAOK þegar liðið féll úr keppni í 8 liða úrslitum í úrslitakeppni grísku deildarinnar í körfubolta eftir framlengdan leik gegn Panathinaikos.

Elvar skoraði 25 stig, tók eitt frákast og gaf fimm stoðsendingar á 44 mínútum. Kevin Porter var næst stigahæstur í liði PAOK með 23 stig en tók að auki fjórtán fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Kendrick Nunn, fyrrum leikmaður Miami Heat og Los Angeles Lakers var með 25 stig fyrir gestina frá Aþenu og Jerian Grant, sem lék fyrir New York Knicks og Chicago Bulls meðal annars á fimm ára ferli í NBA deildinni, skoraði nítján. Kostas Antetokounmpo, yngri bróðir Giannis, leikur einnig fyrir Panathinaikos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert