Jókerinn hrósaði keppinautunum í hástert

Kentavious Caldwell-Pope og Nikola Jokic, leikmenn Denver, í baráttu við …
Kentavious Caldwell-Pope og Nikola Jokic, leikmenn Denver, í baráttu við Mike Conley í nótt. AFP/C. Morgan Engel

Nikola Jokic, Jókerinn, var auðmjúkur eftir að lið hans Denver Nuggets laut í lægra haldi gegn Minnesota Timberwolves í oddaleik í undanúrslitum Vestudeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt.

Jókerinn sat fyrir svörum á fréttamannafundi og var spurður hvort liðsmenn Denver litu á Minnesota sem fjendur.

„Já, ég tel þá vera samansetta til þess að vinna okkur. Þeir eru í raun með tvo stjörnuleikmenn, tvo byrjunarliðsmenn í varnarliði deildarinnar og Mike Conley.

Hann er líklega vanmetnasti leikmaðurinn í NBA. Ég elska þennan gaur. Hann er svo góður,“ sagði Jokic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert