Margrét Lára: „Kunnum að vinna"

Margrét Lára og stöllur hennar í Valsliðinu fagna sigri á …
Margrét Lára og stöllur hennar í Valsliðinu fagna sigri á KR. mbl.is/Árni Sæberg

„Við ætluðum að spila eins og við gerum í öllum leikjum, liggja aðeins til baka og beita svo skyndisóknum," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sem skoraði tvö af fjórum mörkum Vals gegn KR og bætti þar með markamet sitt frá því í fyrra en hún hefur skorað 35 mörk á leiktíðinni.

„KR-ingar voru með vindinn í bakið í seinni hálfleik svo við áttum erfitt með að spila. Við bökkuðum því, vörðumst og Guðbjörg var frábær í markinu en beittum síðan skyndisóknum og það tókst."

Valskonur eru úr leik í bikarkeppninni en Margrét Lára segir að lið sitt hafi ekki verið undir pressu með að sigra þá deildina. „Ég myndi ekki segja að pressan hefði verið á okkur. Blöðin í dag spáðu KR-stelpum sigri og fólk trúði meira á þær svo ég held að pressan hafi verið komin yfir á þær, sem var gott fyrir okkur og við gátum farið rólegar í leikinn auk þess að við erum sigurvegarar í okkur og kunnum að vinna, það fleytti okkur áfram í dag. Við vissum allan leikinn að við ætluðum að vinna þennan leik og fórum í hann þannig. Við erum með frábært lið."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert