Gunnar Nelson hafði betur gegn Brasilíumanninum Alex „Cowboy“ Oliveira með hengingu í annarri lotu er þeir mættust á UFC 231-bardagakvöldinu í Toronto í nótt.
Gunnar byrjaði nokkuð vel og náði Oliveira í gólfið snemma í fyrstu lotu. Brasilíumaðurinn snéri hins vegar stöðunni við og náði nokkrum þungum höggum á Gunnar og vann að lokum lotuna.
Brasilíumaðurinn byrjaði á að pressa Gunnar í upphafi annarrar lotu en eftir því sem leið á lotuna gekk Gunnari betur. Að lokum náði Gunnar Oliveira niður og þá var ekki spurning hvernig færi.
Gunnar lét afar þung högg rigna á Oliveira, svo það fossblæddi úr enninu á honum. Skömmu síðar var Gunnar búinn að ná föstu „rare naked choke“ og Oliveira tappaði út.
Sigurinn er einn sá stærsti á ferlinum hjá Gunnari, gegn afar góðum andstæðingi.
He roars again!
— UFC (@ufc) December 9, 2018
Welcome back, @GunniNelson! #UFC231 pic.twitter.com/APn2XMPQWt