Gisting upppöntuð á Kirkjubæjarklaustri

Brautin á Kirkjubæjarklaustri er mjög krefjandi og skemmtileg.
Brautin á Kirkjubæjarklaustri er mjög krefjandi og skemmtileg. mbl.is/Aron Frank

Það er alveg greinilegt hvar vélhjólafólk ætlar sér að vera helgina 26.-27. maí næstkomandi því öll gistipláss á Kirkjubæjarklaustri eru uppbókuð. Þessa helgi fer fram stærsta enduro-mót Íslands og búist er við rúmlega 5000 manns á svæðið. Síðastliðin ár hafa heimsfrægir ökumenn tekið þátt í keppninni en ekki hefur verið tilkynnt hverjir koma í ár. Keppnin hefur hlotið mikilla vinsælda en hún er haldin í sjötta sinn núna í ár og telja menn að þetta sé ein annamesta helgi ár hvert á Kirkjubæjarklaustri.

motocross.is.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert