Mótorhjólaofurhuginn Aaron Colton er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Aaron sem er aðeins 15 ára gamall er talinn vera einn efnilegasti götuhjólaofurhugi í heimi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Aaron unnið hug og hjörtu fólks víðsvegar um heiminn fyrir færni sína á bifhjólum.
Ekki er komin endanleg dagsetning á sýninguna eða sýningarnar sem haldnar verða.
Hægt er að fræðast nánar um Aaron á heimasíðunni hans www.aaroncolton.com.