Bakfallslykkja á mótorcrosshjóli

Hafþór fer í bakfallslykkjuna. Myndin er tekin úr myndskeiði á …
Hafþór fer í bakfallslykkjuna. Myndin er tekin úr myndskeiði á YouTube.

Hafþóri Grant tókst síðasta laugardag að fara í bakfallslykkju eða backflip á mótorhjóli sínu á Akureyri. Þetta er fyrsta staðfesta bakfallslykkjan sem gerð hefur verið á Íslandi.

Fimmtán ára félaga hans í Kappakstursklúbbi Akureyrar, KKA, mistókst hins vegar að framkvæma hið sama og brotnaði á báðum fótum í gærkvöldi.

Hafþóri tókst ætlun sín í annarri tilraun á svæði félagsins við Glerá.  Áður en Hafþór lagði af stað sagði hann að hann stefndi á að gera þetta í þremur tilraunum. Þetta má lesa á vef KKA.

Að sögn kunnugra mun það ekki á færi margra að fara í heljarstökk aftur á bak á mótorcrosshjólum.

Sjá má myndband af bakfallslykkju Hafþórs á YouTube.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert