Messi ekki á Ólympíuleikana

Lionel Messi fer ekki á Ólympíuleikana.
Lionel Messi fer ekki á Ólympíuleikana. Reuters

Þrjú Evrópsk félagslið í knattspyrnu unnu í dag mál í íþróttadómstól vegna deilna um hvort leikmenn ákveðnir leikmenn liðanna fengju að leika á Ólympíuleikunum í Peking. Félögin höfðu sett sig á móti því en áttu þó að skyld til þess að sleppa leikmönnunum lausum í verkefnið. Nú er hins vegar ljóst að þessi félagslið fá að halda leikmönnum sínum.

Leikmennirnir og félögin sem um ræðir eru Argentínumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona, Rafinha hinn brasilíski hjá Schalke í Þýskalandi og landi hans Diego hjá Werder Bremen. Haft er eftir Messi að hann skilji afstöðu Barcelona í málinu sem vill hafa leikmanninn hjá sér þegar kemur að þeirra fyrsta alvöru leik, 12. ágúst. Hann sé engu að síður spældur að fá ekki að upplifa Ólympíudrauminn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert