Getum unnið hvaða lið sem er

Guðmundur Guðmundsson segir sínum mönnum til á æfingu í Peking.
Guðmundur Guðmundsson segir sínum mönnum til á æfingu í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska handknattleikslandsliðsins, segir að helsta markmið liðsins á Ólympíuleikunum í Peking sé að enda í einu af fjórum efstu sætunum í B-riðli.

Það er óhætt að segja að mótherjar Íslands séu sterkir en fyrsti leikur liðsins er gegn Rússum á morgun og á þriðjudag verður leikið gegn Evrópumeistaraliði Dana. „Við getum unnið hvaða lið sem er, það er alveg ljóst. Til þess að það gangi upp þurfum við að spila vel,“ sagði Guðmundur eftir æfingu liðsins á fimmtudag en mikil ákefð einkenndi æfinguna og það fór ekki ein mínúta til spillis á þeim 50 mínútum sem Íslendingar fengu til afnota.

„Við reynum að vinna þetta eins vel og við getum. Mér finnst hópurinn sem við erum með í dag einbeittari ef ég miða við undirbúning okkar fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Ég veit ekki alveg hver skýringin er á því og ég er ekki að segja að þetta lið sé betra en liðið sem var í Aþenu. "

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Guðmund í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert