Íslenska landsliðið í handbolta vann góðan tveggja marka sigur á Rússum 33:31 í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking. Var sigurinn í raun aldrei í hættu þó að vottað hefði fyrir hinum ægilega „slæma kafla“ á tímabili í upphafi síðari hálfleiks.
Snorri Steinn Guðjónsson fór á kostum og skoraði heil tólf mörk. Þeir Arnór Atlason og Alexander Petersson sex mörk hvor. Ólafur Stefánsson fyrirliði og Sturla Ásgeirsson þrjú, Róbert Gunnarsson tvö og Ásgeir Örn Hallgrímsson eitt mark.
Konstantin Igropolo var besti maður Rússa með átta mörk.
Ísland ÓL 2008 | 33:31 | Rússland | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
60. mín. Rússland skoraði mark | ||||
Augnablik — sæki gögn... |