Örn Arnarson endaði í 35. Sæti í keppni í 100 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Peking en hann synti á 56,15 sekúndum sem er töluvert frá hans besta árangri. Íslands og Norðurlandamet hans er 54,75 sek. Matt Grevers frá Bandaríkjunum náði besta tímanum í undanrásunum en hann synti á 53,41 sek. Örn hefði þurft að synda á 55,77 sekúndum til þess að komast í 8-manna úrslit.
„Ef ég á að taka það jákvæða þá er þetta besti tími minn á árinu en vissulega ætlaði ég mér að ná betri tíma. Ég stefndi á að synda undir 56 sekúndum en það gekk ekki eftir og það þýðir ekkert að væla yfir því. Allar aðstæður eru frábærar og mér hefur liðið vel á æfingum undanfarnar vikur. Það var eitthvað sem fór úrskeiðis og ég þarf að skoða það betur á myndbandi og fara yfir stöðuna. Mér fannst ég eyða of mikilli orku á fyrri hluta sundsins og ég átti ekki mikið eftir á endasprettinum,“ sagði Örn við mbl.is rétt í þessu.