Erla Dögg: „Ekki nógu gott hjá mér“

Erla Dögg í lauginni í Peking.
Erla Dögg í lauginni í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti

Erla Dögg Haraldsdóttir synti á 2.20,53 mínútum í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í Peking í dag en Íslandsmet hennar er 2.18,74 mín. Erla var ekki sátt við útkomuna þegar mbl.is ræddi við hana rétt eftir sundið í dag. Hún endaði í 35. sæti af alls 38 keppendum sem hófu keppni en Alicia Coutts frá Ástralíu var á besta tímanum í undanrásunum, 2.11,55 mín.

„Þetta er í raun annar besti tími minn frá upphafi en ég ætlaði mér að gera betur. Þessir leikar voru ekki eins og ég vildi hafa þá ef ég lít á þá tíma sem ég er að synda á. Mér líður þannig að ég er strax farin að huga að ÓL eftir fjögur ár til þess að gera betur. Þetta var ekki nógu gott hjá mér,“  sagði Erla.

Úrslitin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert