Sigrún Brá var langt frá sínu besta

Sigrún Brá Sverrisdóttir á laugarbakkanum í keppnishöllinni í Peking í …
Sigrún Brá Sverrisdóttir á laugarbakkanum í keppnishöllinni í Peking í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

„Ég er ekki ánægð með sundið og ég hitti ekki á þetta í dag,“  sagði Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni eftir að hún hafði lokið keppni í undanrásum í 200 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking í Kína. Sigrún synti á 2.04,35  mínútum og var töluvert langt frá Íslandsmeti sínu sem er 2.03,35. Hún en endaði í 45. sæti af alls 46 keppendum. Federica Pellegrini frá Ítalíu setti heims – og ólympíu í undanrásunum en hún synti á 1.55,45 mínútum.

„Mér leið alveg ágætlega áður en sundið hófst en ég viðurkenni að hjartslátturinn fór aðeins upp þegar ég steig upp á pallinn,“bætti Sigrún við en hún er 18 ára gömul og er að taka þátt á sínum fyrstu Ólympíuleikum. 

Úrslit.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun. 

Sigrún Brá Sverrisdóttir.
Sigrún Brá Sverrisdóttir. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert