Alexander: Getum ekki fagnað lengi

Alexander fagnar einu marka sinna í dag.
Alexander fagnar einu marka sinna í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

„Ég fékk högg á hnakkann, kjálkann og svo var það ekki gott að fá boltann í höfuðið þegar Þjóðverjinn skaut  á markið. Svona er þetta bara, ég kvarta ekki,“ sagði Alexander Petersson sem átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska landsliðið í handknattleik þegar það vann Þýskaland í dag, 33:29, á Ólympíuleikunum í Peking.

Það má segja að Alexender hafi kveikt neistann í liði Íslands þegar staðan var 25:25 og um 8 mínútur voru eftir af leiknum. Þá stal hann boltanum tvívegis í röð af þýska liðinu og brunaði upp völlinn og skoraði. Hann var hæstánægður með þennan góða sigur.

„Ég ætla að leyfa mér að njóta þess aðeins að hafa sigrað heimsmeistarana á Ólympíuleikunum. Það er stórkostlegt afrek og tilfinningin er því góð. Við getum ekki fagnað lengi því það er leikur eftir tvo daga og ég þarf að nota tímann ásamt öðrum leikmönnum til þess að undirbúa þann leik,“  sagði Alexander.

Næsti leikur Íslands er kl. 6 að morgni fimmtudags gegn Suður-Kóreu.

Alexander Petersson stóð vel fyrir sínu í dag líkt og …
Alexander Petersson stóð vel fyrir sínu í dag líkt og gegn Rússum. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert