„Ekki á hverjum degi sem við vinnum heimsmeistara“

Ásgeir Örn var glaðbeittur í leikslok líkt og Snorri Steinn …
Ásgeir Örn var glaðbeittur í leikslok líkt og Snorri Steinn sem er hér vinstra megin á myndinni. mbl.is/Brynjar Gauti

„Þetta var sætur sigur og ekki á hverjum degi sem við vinnum heimsmeistaralið á Ólympíuleikum, sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir að íslenska liðið lagði það þýska, 33:29, á ólympíuleikunum í Peking í dag.

„Við byrjuðum strax að undirbúa okkur fyrir leikinn gegn sigurinn gegn Rússum. Gummi þjálfari (Guðmundur Guðmundsson) var búinn að fara vel yfir þeirra leik og það var ekkert sem kom okkur á óvart,“  sagði Ásgeir Örn.

„Ef við höldum áfram að spila svona þá vitum við hvert við stefnum,“ bætti hann við.

Íslenska liðið fagnar sigrinum í dag.
Íslenska liðið fagnar sigrinum í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka