Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum

Hart barist á íslensku línunni í leik Íslands og Þýskalands.
Hart barist á íslensku línunni í leik Íslands og Þýskalands. Reuters

Íslenska landsliðið í handbolta er að fara hamförum á Ólympíuleikunum í Kína. Þýska landsliðið steinlá fyrir strákunum okkar í dag 33:29 og hefur Ísland unnið báða fyrstu leiki sína í riðlinum sannfærandi.

Fyrstu mínútur leiksins gáfu reyndar ekki tilefni til fagnaðar á Fróni. Þá sigu Þjóðverjar hægt og bítandi fram úr á fyrstu mínútum leiksins og fátt bendi til að Íslands ætlaði sér rósir í leiknum.

Það breyttist um miðbik fyrri hálfleiks um svipað leyti og markverðir Íslands fóru að taka fyrstu skot sín og eftir það var Ísland meira eða minna með forskot allan leikinn en Þjóðverjar jöfnuðu þó metin um miðjan seinni hálfleik en komust aldrei lengra.

Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8, Guðjón Valur Sigurðsson 7, Alexander Pettersson 5, Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson 4, Logi Geirsson 3 og Róbert Gunnarsson 2.

 Besti maður þýska liðsins var Michael Kraus sem hélt þýska liðinu bókstaflega í leiknum allar 60 mínúturnar og endaði leikinn með þrettán mörk.

Bein textalýsing mbl.is á leiknum er hér fyrir neðan:

Pascal Hens reynir að komast framhjá Ingimundi Ingimundarsyni.
Pascal Hens reynir að komast framhjá Ingimundi Ingimundarsyni. Reuters
Logi Geirsson skorar fram hjá Johannes Bitter í þýska markinu …
Logi Geirsson skorar fram hjá Johannes Bitter í þýska markinu í dag. Reuters
Ísland ÓL 2008 33:29 Þýskaland* opna loka
60. mín. Christian Schwarzer (Þýskaland*) skoraði mark
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert