Þýska stórskyttan Pascal Hens mun ekki leika fleiri leiki á Ólympíuleikunum í Peking en hann meiddist á hné í viðskiptum sínum við Ingimund Ingimundarson í sigri Íslands á Þýskalandi fyrr í dag.
Hafi tapið gegn Íslandi ekki verið nægilegt áfall er það öllu verra fyrir þýska liðið að missa Hens sem hefur verið lykilmaður í sóknarleik þess.
Í stað Hens kemur hinn 23 ára gamli leikmaður HSG Wetzlar, Sven-Sören Christophersen.