Meiðsli í herbúðum danska landsliðsins

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana.
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana. Reuters

Talsvert er um meiðsli í herbúðum Evrópumeistara Dana í handknattleik og óvíst hvort þeir geta teflt fram leikstjórnendum sínum, Joakim Boldsen og Jesper Jensen, gegn Rússum í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í fyrramálið. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir danska liðið sem hefur aðeins eitt stig eftir tvær viðureignir.

Boldsen er meiddur í baki og Jensen glímir við eymsli í öxl sem eru svo alvarleg að nær útilokað er talið að hann geti tekið þátt í leiknum við Rússa. Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, segir að vissulega sé staðan ekki góð en það verði bara að gera það besta úr henni. 

Þriðji leikmaðurinn, Michael V. Knuden línumaður, heltist úr lestinni daginn áður en keppni hófst á Ólympíuleikunum eftir að hafa fengið botnlangabólgu. Knudsen er einn besti línumaður heims. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert