Fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla, hlóð íslenska landsliðið lofi þegar hann lýsti í danska sjónvarpinu leik þess og Þjóðverja á Ólympíuleikunum í Peking í gær og sagði að Snorri Steinn Guðjónsson væri einn sá besti, ef ekki besti leikstjórnandi heims í dag.
Snorri Steinn er annar tveggja markahæstu manna Ólympíuleikanna með 20 mörk í tveimur leikjum.
Sjá nánar í 8 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Það er meira í Mogganum!