Árni Már sló Íslandsmetið í Peking

Árni Már Árnason fagnar Íslandsmetinu í Peking í dag.
Árni Már Árnason fagnar Íslandsmetinu í Peking í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Árni Már Árnason sló rétt í þessu Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking. Hann synti á 22,81 sekúndum og sló met Arnar Arnarsonar en það var 23,02 sekúndur. Árni er fyrstur Íslendinga til að setja met á þessum Ólympíuleikum. Hann endaði í 44. sæti af alls 97 keppendum.

„Mér leið mjög vel þrátt fyrir að hafa beðið lengi eftir þessu sundi. Þetta er sjötti keppnisdagurinn og það var stundum erfitt að halda einbeitingu á æfingum. Í rauninni kemur þessi árangur mér á óvart. Ég hef eiginlega ekki lagt áherslu á þetta sund þar til fyrir sex mánuðum síðan. Ég lagði meiri áherslu á bringusundið og fjórsundið. Núna er ég alvarlega að velta því fyrir mér að leggja allt í 50 og 100 metra skriðsundið. Þetta var virkilega skemmtilegt,“  sagði Árni við mbl.is rétt eftir sundið en hann varð þriðji í sínum riðli en var fyrirfram með lakasta tímann af þeim átta sem hann skipuðu og var með 56. besta tímann fyrirfram af þeim 97 sem keppa í greininni.

Árni Már Árnason sló Íslandsmetið.
Árni Már Árnason sló Íslandsmetið. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert