Bergur Ingi kastaði 71,63 metra í Peking

Bergur Ingi Pétursson.
Bergur Ingi Pétursson. mbl.is/hag

Bergur Ingi Pétursson sleggjukastari úr FH náði sér ekki á strik í forkeppninni á Ólympíuleikunum í Peking í dag. Bergur kastaði 69,74 metra í fyrsta kastinu, annað kastið var ógilt og í þriðja kastinu flaug sleggjan 71,63 metra. Bergur endaði í 13. sæti í sínum riðli af alls 16 keppendum sem skráðir voru til leiks en alls taka 33 keppendur þátt í sleggjukastinu. Bergur er því úr leik en til þess að komast í úrslit þurfti að kasta sleggjunni 78 metra. Íslandsmet hans er  74,48 metrar en Bergur Ingi er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í sleggjukasti á ÓL.

Úrslit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert