Enginn undir 10 sekúndum í undrásum

Tyrone Edgar var fyrstur í undanrásum 100 metra hlaupsins í …
Tyrone Edgar var fyrstur í undanrásum 100 metra hlaupsins í nótt. Reuters

Gríðarlega spenna hefur verið fyrir 100 metra spretthlaupi karla þessa Ólympíuleikana, enda hver hlauparinn á fætur öðrum hlaupið undir 10 sekúndum. Sú varð reyndar ekki raunin í nótt þegar undanrásir 100 metra hlaupsins fóru fram. Sá sem hljóp á bestum tíma var hinn breski Tyrone Edgar á tímanum 10,13 sekúndum. Heimsmethafinn Usain Bolt hljóp einungis á tímanum 10,20 sekúndum, en heimsmet hans frá því í vor eru 9,72 sekúndur. 

Michael Frater frá Jamaíka hljóp á næstbestum tíma í morgun, 10,15 sekúndum og landi hans Asafa Powell á 10,16 sekúndum. Milliriðlar 100 metra hlaups karla verður í dag klukkan og hefst fyrsti milliriðillinn klukkan 11:45 á íslenskum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert