N-Kóreumaður sviptur silfurverðlaunum

Tveir íþróttamenn fengu í morgun reisupassann frá frekari þátttöku í Ólympíuleikunum en báðir féllu þeir á lyfjaprófi. Skotmaðurinn Kim Jong Su frá Norður-Kóreu var sviptur silfurverðlaunum sínum sem hann fékk fyrir að enda í öðru sæti í keppni í skotfimi, 10 metra loftrifli, og Ngan Thuong Do fimleikakona frá Víetnam er að pakka saman en hún endaði í 82. sæti fyrir gólfæfingar sínar.

Þar með hafa þrír keppendur fallið á lyfjaprófi en sá fyrsti sem var nappaður var spænska hjólreiðakonan Isabel Moreno.


Kim Jong Su þarf að skila silfurverðlaunum sínum þar sem …
Kim Jong Su þarf að skila silfurverðlaunum sínum þar sem hann féll á lyfjaprófi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert