Gay ekki í úrslit í 100 metra hlaupinu

Tyson Gay vonsvikinn eftir 100 metra hlaupið.
Tyson Gay vonsvikinn eftir 100 metra hlaupið. Reuters

Bandaríkjamanninn Tyson Gay mistókst að komast í úrslit í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í Peking í dag. Gay varð fimmti í öðrum undanúrslitariðlinum en fjórir fyrstu menn úr hvorum riðli keppa til úrslita síðar í dag.

Usain Bolt frá Jamaíka náði bestum tíma en hann rann skeiðið á 9,85 sekúndum og Bandaríkjamaðurinn Asafa Powell sem er talinn mun berjast við Bolt um sigurinn hljóp á 9.91 sek.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert