Jafntefli gegn Danmörku

Ásgeir Örn Hallgrímsson vippar yfir Kasper Hvidt í marki Dana …
Ásgeir Örn Hallgrímsson vippar yfir Kasper Hvidt í marki Dana í fyrri hálfleik. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslenska karla­landsliðið í hand­knatt­leik náði á ótrú­leg­an hátt að knýja fram­jafn­tefli gegn Evr­ópu­meist­ur­um Dana, 32:32 í B-riðli á Ólymp­íu­leik­un­um nú rétt í þessu. Hálfleikstöl­ur voru 18:17 fyr­ir Dan­mörku. Var leik­ur­inn í heild sinni hníf­jafn og skipt­ust liðin á að hafa yfir. Logi Geirs­son fékk rautt spjald í síðari hálfleik og dró það nokkuð úr ís­lenska liðinu rétt á eft­ir. Það kom þó ekki að sök og náði Snorri Steinn Guðjóns­son að tryggja Íslandi jafn­tefli þegar hann skoraði úr ví­tak­asti þegar ein­ung­is fjór­ar sek­únd­ur voru eft­ir á leik­klukk­unni. Niðurstaðan, 32:32.

Ísland er þá komið með 5 stig og er ljóst að ís­lenska liðið er komið í 8-liða úr­slit á Ólymp­íu­leik­un­um. Næsti leik­ur Íslands og sá síðasti í riðlakeppn­inni er gegn Egyptalandi og verður hann leik­inn aðfaranótt mánu­dags klukk­ann 1:00 á ís­lensk­um tíma.

Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjóns­son 8, Guðjón Val­ur Sig­urðsson 6, Ólaf­ur Stef­áns­son 5, Arn­ór Atla­son 4, Al­ex­and­er Peters­son 3, Ró­bert Gunn­ars­son 3, Ásgeir Örn Hall­gríms­son 2, Sig­fús Sig­urðsson 1. Þá varði Hreiðar Levy Guðmunds­son vel í marki Íslands í síðari hálfleik.

Fylgst var með í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is. 

Úr leik Íslands og Danmerkur í Peking.
Úr leik Íslands og Dan­merk­ur í Pek­ing. mbl.is/​Brynj­ar Gauti
mbl.is/​Brynj­ar Gauti
Ísland ÓL 2008 32:32 Dan­mörk opna loka
Snorri Steinn Guðjónsson - 8 / 4
Guðjón Valur Sigurðsson - 6
Ólafur Stefánsson - 5
Arnór Atlason - 4
Alexander Petersson - 3
Róbert Gunnarsson - 3
Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2
Sigfús Sigurðsson - 1
Mörk 6 - Jesper Nøddesbo
5 - Lasse Boesen
5 / 1 - Bo Spelleberg
5 - Kasper Sarup
3 - Mikkel Hansen
3 - Lars Christiansen
2 - Joachim Boldsen
2 - Jesper Jensen
1 - Klavs Bruun Jørgensen
Hreiðar Levy Guðmundsson - 14
Björgvin Páll Gústavsson - 1
Varin skot 16 - Kasper Hvidt

12 Mín

Rautt Spjald Logi Geirsson
Brottvísanir

10 Mín

mín.
60 Leik lokið
Ísland tryggði sér jafntefli og þar með eitt stig. Frábær úrslit. Ísland er komið í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna!!!
60 32 : 32 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) skorar úr víti
60 Textalýsing
4 sekúndur eftir.
60 Arnór Atlason (Ísland ÓL 2008) fiskar víti
Danir brjálaðir!
60 Textalýsing
Ísland leikur með 7 útileikmenn.
60 Kasper Nielsen (Danmörk) fékk 2 mínútur
60 Ísland ÓL 2008 tekur leikhlé
Um 30 sekúndur eftir af leiktímanum.
60 31 : 32 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
59 Textalýsing
55 sekúndur eftir.
59 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
Danir vinna þó boltann.
59 Danmörk tekur leikhlé
59 31 : 31 - Alexander Petersson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
JÁ JÁ JÁ!!!!!!
58 30 : 31 - Ólafur Stefánsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
58 29 : 31 - Bo Spelleberg (Danmörk) skoraði mark
Glæsilegt mark, langt utan að velli.
57 29 : 30 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Koma svo. Ekki gefast upp!
57 28 : 30 - Lasse Boesen (Danmörk) skoraði mark
56 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Varði frá Alexander Petersson sem kom inn úr horninu. Var þetta síðasta hálmstráið ??
56 Lars Christiansen (Danmörk) fékk 2 mínútur
56 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Varði frá Alexander.
56 Danmörk tapar boltanum
55 28 : 29 - Arnór Atlason (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
55 Danmörk tapar boltanum
54 Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) skýtur framhjá
Danir vinna knöttinn.
54 Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) brennir af víti
Skot Snorra fer í slá danska marksins. Ísland hirðir þó frákastið.
53 Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) fiskar víti
53 Textalýsing
Logi Geirsson fór í andlit á dönskum leikmanni. Spurning þó hvort dómurinn sé ekki fullharður að gefa rautt spjald í stað þess að gefa einungis 2 mínútur. Furðulegt. Vonandi að Íslendingar brotni ekki alveg niður við þetta.
53 27 : 29 - Bo Spelleberg (Danmörk) skorar úr víti
53 Logi Geirsson (Ísland ÓL 2008) rautt spjald
Enginn skilur neitt. Ætli dómarinn sé að taka feil á Loga og Ingimundi ???
52 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
51 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Varði frá Ólafi. Vel gert hjá Hvidt.
51 Danmörk tapar boltanum
51 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Ver frá Ólafi.
50 27 : 28 - Kasper Sarup (Danmörk) skoraði mark
Þessi maður skorar að vild þessi andartökin.
49 27 : 27 - Kasper Sarup (Danmörk) skoraði mark
48 27 : 26 - Alexander Petersson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Gott gegnumbrot hjá Alexander.
48 26 : 26 - Kasper Sarup (Danmörk) skoraði mark
47 26 : 25 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
46 Danmörk tapar boltanum
Ruðningur dæmdur.
46 25 : 25 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Vippar yfir Hvidt af línunni.
45 24 : 25 - Jesper Jensen (Danmörk) skoraði mark
Danir ná frákasti af markvörslu Hreiðars og skora.
45 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
45 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
44 Textalýsing
Íslendingar eru nú tveimur færri.
45 Sverre Jakobsson (Ísland ÓL 2008) fékk 2 mínútur
Sverre mjög ósáttur við dóminn og lætur vel í sér heyra.
44 Ísland ÓL 2008 tapar boltanum
Dæmt sóknarbrot á Snorra Stein og Danir fá boltann.
44 24 : 24 - Jesper Nøddesbo (Danmörk) skoraði mark
44 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Varði hraðaupphlaupsskot Guðjóns Vals.
43 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
43 Ingimundur Ingimundarson (Ísland ÓL 2008) fékk 2 mínútur
42 Lars Troels Jörgensen (Danmörk) fékk 2 mínútur
41 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
41 24 : 23 - Sigfús Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
41 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
40 23 : 23 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
39 22 : 23 - Lars Christiansen (Danmörk) skoraði mark
Komst inn í lélega sendingu Arnórs, brunaði fram og skoraði.
38 22 : 22 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
38 22 : 21 - Róbert Gunnarsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
37 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
Hreiðar sá við einni öruggustu vítaskyttu heims.
37 Lars Christiansen (Danmörk) brennir af víti
37 Jesper Nøddesbo (Danmörk) fiskar víti
37 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
36 21 : 21 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
36 20 : 21 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
35 20 : 20 - Ólafur Stefánsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
35 19 : 20 - Kasper Sarup (Danmörk) skoraði mark
34 Ísland ÓL 2008 tapar boltanum
Dæmd lína á Sturlu Ásgeirsson.
34 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
34 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
33 Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland ÓL 2008) skýtur framhjá
32 19 : 19 - Joachim Boldsen (Danmörk) skoraði mark
Jafnar á nýjan leik fyrir Dani.
32 19 : 18 - Arnór Atlason (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Ásgeir Örn vann boltann og brunaði í sókn. Gaf á Ólaf, fékk hann aftur og sendi inn á línuna þar sem Arnór beið og skoraði gott mark. Koma svo!
31 18 : 18 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) skorar úr víti
31 Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) fiskar víti
31 Textalýsing
Síðari hálfleikur hafinn. Ísland byrjar með boltann, einum færri.
30 Hálfleikur
Hálfleikstölur, Ísland - Danmörk, 17:18. Íslendingar verða að leika í líkingu við það sem þeir gerðu síðustu mínútur fyrri hálfleiks, það sem eftir lifir leiks. Það getur allt gerst í þessu!
30 17 : 18 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Fær boltann á línuna og skorar mark á síðustu sekúndu leiksins.
30 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
Varði úr horninu og kastar boltanum fram. Fjórar sekúndur eftir af hálfleiknum.
30 Sigfús Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) fékk 2 mínútur
30 Danmörk tekur leikhlé
30 16 : 18 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Guðjón komst inn í sendingu hjá Dönum og fór í hraðaupphlaup þar sem hann skoraði.
29 15 : 18 - Ólafur Stefánsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
29 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Ver frá Sigfúsi sem kemur inn af línunni.
28 Danmörk tapar boltanum
28 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
En Danmörk fær aukakast.
27 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Ver frá Ólafi. Hvidt er í stuði.
27 14 : 18 - Klavs Bruun Jørgensen (Danmörk) skoraði mark
Mun minna átak fyrir Dani að skora mörk en fyrir Íslendinga.
26 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Guðjón Valur fór inn úr horninu í mjög þröngu færi.
26 14 : 17 - Jesper Nøddesbo (Danmörk) skoraði mark
Skorar af línunni.
25 14 : 16 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) skorar úr víti
25 Klavs Bruun Jørgensen (Danmörk) gult spjald
25 Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) fiskar víti
25 Logi Geirsson (Ísland ÓL 2008) fékk 2 mínútur
25 13 : 16 - Kasper Sarup (Danmörk) skoraði mark
24 13 : 15 - Róbert Gunnarsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Róbert nær frákasti eftir að Hvidt varði skot Snorra Steins.
23 12 : 15 - Bo Spelleberg (Danmörk) skoraði mark
23 12 : 14 - Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Ásgeir skorar aftur úr horninu.
22 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Logi skaut á mark Dana, niðri og Hvidt ver. Ísland nær hins vegar frákastinu og er í sókn.
22 Bo Spelleberg (Danmörk) skýtur framhjá
Skot í stöngina.
21 11 : 14 - Ásgeir Örn Hallgrímsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Vippar yfir Kasper Hvidt úr horninu.
21 10 : 14 - Bo Spelleberg (Danmörk) skoraði mark
20 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Nær að snerta boltann eftir að vörnin varði skot Snorra Steins.
20 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
19 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Logi Geirsson með skot af löngu færi í gólfið. Hvidt ver nánast alla bolta sem koma niðri.
18 Danmörk tapar boltanum
18 10 : 13 - Ólafur Stefánsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Stekkur upp fyrir utan og skorar gott mark.
18 Ísland ÓL 2008 tekur leikhlé
Ísland þarf að spila betri varnarleik og passa betur upp á Lasse Boesen og vera fljótari til baka í vörnina eftir að hafa skorað mörk. Þá eru menn að skjóta alltof mikið niðri á Kasper Hvidt markvörð Dana. Sá étur alla bolta sem koma niðri á markið.
17 9 : 13 - Jesper Nøddesbo (Danmörk) skoraði mark
Allt gengur upp hjá Dönum.
17 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Ver frá Ólafi.
16 9 : 12 - Jesper Nøddesbo (Danmörk) skoraði mark
Danir leiftursnöggir að taka miðja, vörn Íslands alltof sein til baka og Danir skora.
16 9 : 11 - Ólafur Stefánsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
16 8 : 11 - Jesper Jensen (Danmörk) skoraði mark
Danir hirða frákastið og skora.
16 Hreiðar Levy Guðmundsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
15 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Ver frá Guðjóni Val.
15 8 : 10 - Lars Christiansen (Danmörk) skoraði mark
Skoraði úr hraðaupphlaupi eftir að skref var dæmt á Ólaf.
14 8 : 9 - Joachim Boldsen (Danmörk) skoraði mark
Skorar af línunni.
14 Ingimundur Ingimundarson (Ísland ÓL 2008) fékk 2 mínútur
Glórulaust brot hjá Ingimundi.
14 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Varði frá Arnóri.
14 8 : 8 - Jesper Nøddesbo (Danmörk) skoraði mark
13 Sverre Jakobsson (Ísland ÓL 2008) gult spjald
13 8 : 7 - Róbert Gunnarsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
12 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland ÓL 2008) varði skot
12 7 : 7 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Nánast eins að þessu marki staðið og fyrsta marki Guðjóns Vals í leiknum.
11 Lasse Boesen (Danmörk) skýtur framhjá
11 Joachim Boldsen (Danmörk) fékk 2 mínútur
11 Kasper Hvidt (Danmörk) varði skot
Ver frá Arnóri.
10 6 : 7 - Lars Christiansen (Danmörk) skoraði mark
10 6 : 6 - Bo Spelleberg (Danmörk) skoraði mark
9 6 : 5 - Alexander Petersson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Skorar úr hraðaupphlaupi.
9 Danmörk tapar boltanum
Íslendingar komust inn í sendingu Dana og brunuðu fram.
9 5 : 5 - Arnór Atlason (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Arnór fljótur að svara með góðu marki.
8 4 : 5 - Lasse Boesen (Danmörk) skoraði mark
Fallegt undirhandaskot. Það þarf að fara að stoppa þennan mann af.
8 4 : 4 - Arnór Atlason (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Stökk upp fyrir utan og skoraði.
8 3 : 4 - Jesper Nøddesbo (Danmörk) skoraði mark
Mark af línunni.
7 Ísland ÓL 2008 tapar boltanum
7 Danmörk tapar boltanum
6 3 : 3 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Flaug inn úr horninu eftir góða sendingu frá Arnóri sem dró til sín varnarmenn.
6 2 : 3 - Lasse Boesen (Danmörk) skoraði mark
5 2 : 2 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) skorar úr víti
5 Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) fiskar víti
5 Jesper Nøddesbo (Danmörk) fékk 2 mínútur
Sparkaði boltanum í burtu eftir að boltinn hafði verið dæmdur af Dönum vegna línu.
4 1 : 2 - Snorri Steinn Guðjónsson (Ísland ÓL 2008) skoraði mark
Skoraði með undirhandarskoti.
4 0 : 2 - Lasse Boesen (Danmörk) skoraði mark
3 Arnór Atlason (Ísland ÓL 2008) skýtur framhjá
3 Danmörk tapar boltanum
2 Ólafur Stefánsson (Ísland ÓL 2008) skýtur framhjá
Með fast skot í stöngina.
1 0 : 1 - Lasse Boesen (Danmörk) skoraði mark
1 Textalýsing
Leikurinn er hafinn. Danmörk byrjar með boltann.
0 Textalýsing
Dómarar leiksins koma frá Svíþjóð.
0 Textalýsing
Takist Íslandi að vinna sigur á Dönum, sem urðu Evrópumeistarar fyrr á þessu ári, tryggir Ísland sér þátttökurétt í 8-liða úrslitum.
0 Textalýsing
Danir hafa 3 stig í B-riðlinum en Ísland hefur 4 stig. Danmörk vann dramatískan sigur á Rússum í síðasta leik sínum, 25:24, eftir að hafa verið undir þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum.
0 Textalýsing
Þýskaland og Rússland gerðu jafntefli í morgun, 24:24. Þjóðverjar eru þá komnir með 5 stig og Rússar eru með 3 stig.
0 Textalýsing
Suður-Kórea sigraði Egyptaland, 24:22, í fyrsta leik dagsins í B-riðli. Suður-Kórea er þá með 6 stig og komin áfram en Egyptaland er með 1 stig.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar:

Gangur leiksins: 2:2, 6:7, 8:10, 10:13, 14:16, 17:18, 20:20, 23:23, 24:25, 27:28, 28:29, 32:32.

Lýsandi:

Völlur: OSC-höllin í Peking

Ísland ÓL 2008: (M). .

Danmörk: (M). .

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert