Bandaríski sundkappinn Michael Phelps vann í nótt sín sjöundu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking og jafnaði þar með árangur landa síns, Mark Spitz, sem vann sjö gullverðlaun á leikunum í München árið 1972. Phelps kom fyrstur í mark í 100 metra flugsundi þar sem hann var einum 100. hluta úr sekúndu á undan Serbanum Milorad Cavic.
Phelps getur skráð nafn sinn í sögubækurnar á morgun en þá syndir hann sitt síðasta sund á Ólympíuleikunum en hann hefur þegar afrekað að vinna fleiri gullverðlaun á Ólympíuleikunum en nokkur annar íþróttamaður eða 13 talsins.
Phelps synti á 100 metra flugsundið á 50,58 sekúndum og í fyrsta sinn á leikunum náði hann ekki að slá heimsmet en um ólympíumet var að ræða.