Svíianum Ara Abrahamian sem vann til bronsverðlauna í -84 kg flokki í fjölbragðaglímu á Ólympíuleikunum í Peking hefur verið gert að skila verðlaunum sínum. Alþjóða ólympíunefndin kvað upp þennan úrskurð í dag og er ástæðan óvirðing og óprúðmannleg framkoma Abrahamian í verðlaunafhendingunni.
Abrahamian grýtti verðlaunapengi sínum í gólfið þegar hann gekk að verðlunapallinum en Svíinn var að mótmæla úrskurði dómarana sem dæmdu Ítalann Andrea Minguzzi sigurvegara í rimmu þeirra og þar með missti Abrahamian af því að glíma til úrslita.
Alþjóða ólympíunefndin ákvað að enginn annar glímumaður fengi verðlaun Svíans.