Sviptur verðlaunum vegna óprúðmannlegrar framkomu

Ara Abrahamian kastar verðlaunapeningi sínum í gólfið.
Ara Abrahamian kastar verðlaunapeningi sínum í gólfið. Reuters

Svíianum Ara Abrahamian sem vann til bronsverðlauna í -84 kg flokki í fjölbragðaglímu á Ólympíuleikunum í Peking hefur verið gert að skila verðlaunum sínum. Alþjóða ólympíunefndin kvað upp þennan úrskurð í dag og er ástæðan óvirðing og óprúðmannleg framkoma Abrahamian í verðlaunafhendingunni.

Abrahamian grýtti verðlaunapengi sínum í gólfið þegar hann gekk að verðlunapallinum en Svíinn var að mótmæla úrskurði dómarana sem dæmdu Ítalann Andrea Minguzzi sigurvegara í rimmu þeirra og þar með missti Abrahamian af því að glíma til úrslita.

Alþjóða ólympíunefndin ákvað að enginn annar glímumaður fengi verðlaun Svíans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert