Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps varð í nótt fyrstur til þess að vinna átta gull á einum Ólympíuleikum, líkt og hann ætlaði sér. Phelps, ásamt félögum sínum, Aaron Peirsol, Brendan Hansen og Jason Lezak, sigruðu í 4X100 fjórsundi á nýju heimsmeti, 29:34 sekúndum.
Phelps, sem synti alls sautján sund á níu dögum á Ólympíuleikunum í Peking , setti heimsmet í sjö þeirra.
Með sigrinum í nótt þá bætti hann árangur landa síns, Mark Spitz, sem vann sjö gullverðlaun á leikunum í München árið 1972. Phelps hefur því fengið 14 gull á Ólympíuleikum og er það einnig met.