Aftur gerði Ísland jafntefli

Ólafur Stefánsson , Arnór Altlason og Guðjón Valur Sigurðsson.
Ólafur Stefánsson , Arnór Altlason og Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Ísland gerði jafntefli við Egyptaland, 32:32 í síðasta leik Íslands í B-riðli handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking. Egyptar höfðu yfir meira lengst af í leiknum og var vörn Íslands heillum horfin frá því í síðustu leikjum. Má segja að Ísland hafi verið stálheppið að ná fram jafntefli. Annan leikinn í röð var skoraði Snorri Steinn Guðjónsson jöfnunarmarkið fyrir Ísland þegar aðeins nokkrar sekúndur lifðu eftir af leiktímanum.

Ísland hefur að loknum leiknum 6 stig í 2. sæti B-riðils. Það ræðst síðar í dag hvar í riðlinum Ísland lýkur keppni því Suður-Kórea á eftir að leika við Rússa og Þjóðverjar mæta Dönum.

Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 10, Róbert Gunnarsson 6, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Logi Geirsson 3, Alexander Petersson 3, Ólafur Stefánsson 2, Arnór Atlason 2, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.

Fylgst var með leik Íslands og Egyptalands í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ísland ÓL 2008 32:32 Egyptaland opna loka
60. mín. Mohamed Ramadan (Egyptaland) skoraði mark
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka