Íslendingar leika við Pólverja í 8-liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna á miðvikudagsmorgun klukkan 06:15. Þetta varð ljóst eftir að Pólverjar höfnuðu í öðru sæti A-riðils að loknum jafntefli við Frakka, 30:30, í lokaleik riðlakeppninnar, en leiknum var að ljúka.
Frakkar mæta Rússum og Danir leika við Króata og Suður-Kóreumenn glíma við Spánverja. Allir leikirnir fara fram á miðvikudag. Sigurliðin leika til undanúrslita á föstudag en tapliðin um fimmta til áttunda sætið, sama dag.
Vinni íslenska liðið Pólverja leikur það til undanúrslita við sigurliðið í leik Suður Kóreu og Spánar. Að sama skapi mætir íslenska liðið tapliði sömu viðureignar bíði það lægri hlut fyrir Pólverjum á miðvikudag.
Úrslitaleikirnir um sæti verða síðan árla á sunnudag.
Pólverjar voru með frumkvæðið um tíma gegn Frökkum og voru m.a. þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Á endasprettinum voru það Frakkar sem höðfu betur þótt það hafi reyndar komið í hlut Pólverja að jafna leikinn.
Leikirnir á miðvikudag eru sem hér segir:
kl. 04:00 Frakkland - Rússland
kl. 06:15 Ísland - Pólland
kl. 10:00 Króatía - Danmörk
kl. 12:15 Suður - Kórea - Spánn