Danir unnu öruggan sigur á Þjóðverjum, 27:21, og fylgja því Íslendingum, Suður Kóreubúum og Rússum í 8-liða úrslit handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í karlaflokki. Danir, Suður Kóreumenn og Íslendingar enda riðlakeppnina með 6 stig en Suður Kórea er í efsta sæti, Danir í öðru sæti og Íslendingum í því þriðja. Heimsmeistarar Þjóðverjar eru úr leik en Rússar komust áfram á þeirra kostnað.
Íslendingar leika þar við þá þjóð sem hafnar í öðru sæti í A-riðli. Eins og staðan er nú er líklegast að það verði annað hvort Pólverjar eða Frakkar. Þjóðirnar eigast við á eftir og geta Pólverjar tryggt sér efsta sætið með sigri.
Danir sendu Þjóðverja heima með sex marka sigri sínum. Rússar og Þjóðverjar enduðu með jafnmörg stig og þar sem leikur þjóðanna endaði með jafntefli, 24:24, réði markatala allra leikja liðanna í riðlinum. Þar standa Rússar betur að vígi, hafa fimm mörk í plús en Þjóðverjar enda með fjögur mörk í mínum.
Nánari upplýsingar má sjá með því að smella á vef handball-world sem nálgast má hér.
Það ræðst síðan á lokaleik A-riðils, viðureign Pólverja og Frakka hverjir andstæðingar Íslendinga í 8-liða úrslitum verða.