Spánverjar í vandræðum með Brasilíumenn

Renato Sulic og félagar hans í króatíska landsliðinu unnu auðveldan …
Renato Sulic og félagar hans í króatíska landsliðinu unnu auðveldan sigur á gestgjöfum Kínverja í í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Reuters

Spánverjar áttu í mestu vandræðum með Brasilíumenn í lokaleik þjóðanna í A-riðli handknattleikskeppni  karla á Ólympíuleikunum í morgun. Eftir mikla baráttu náði spænska liðið að knýja fram eins mark sigur, 36:35. Sitja þeir sem stendur í fjórða sæti A-riðils og mæta sigurliði B-riðils í átta liða úrslitum á miðvikudag. Hvort það verða Suður-Kóreumenn, Íslendingar eða Þjóðverjar skýrist ekki fyrr en eftir hádegi þegar viðureign Þjóðverja og Dana verður lokið. Hún hefst kl. 12.45. </p>

Króatar unnu ellefu marka sigur á kínverska landsliðinu, 33:22, sem var úr leik fyrir leikinn. Króatar sitja í þriðja sæti í A-riðli, næst á undan Spánverjum og mun staða þessara tveggja þjóða ekki breytast.

Króatar mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti B-riðils sem Íslendingar eru í.

Þess má geta að Ivano Balic lék með Króötum í morgun gegn Kínverjum í rúmar 12 mínútur. Hann skoraði ekki. Balic hefur glímt við meiðsli og lék aðeins í nokkrar mínútur í upphafsleik Króata í keppninni, gegn Spánverjum. Balic hefur undanfarin ár verið einn snjallasti handknattleiksmaður heims. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert