Ásdís: „Ég átti að gera betur“

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. mbl.is/Brynjar Gauti

„Ég átti að gera betur en þetta en ég hef ekki kastað spjótinu í fjórar vikur vegna meiðsla og það kom greinilega niður á mér í þessari keppni,“  sagði Ásdís Hjálmsdóttir Íslandsmeistari í spjótkasti en hún kastaði aðeins 48,59 metra í undankeppninni á Ólympíuleikunum í Peking. Fyrstu tvö köstin hjá Ásdísi voru mun styttri og gerði hún þau ógild viljandi.Hún er því úr leik en Ásdís endaði í 50. sæti af alls 54 keppendum.

Barbora Spotakova frá Tékklandi átti lengsta kastið í undankeppninni, 67,69 m. en 60,13 m kast dugði Sinta Ozalina frá Litháen í 12. Sætið sem tryggði henni sæti í úrslitum. Íslandsmet Ásdísar er 59,80 metrar og er hún staðráðinn í því að láta ekki staðar numið þrátt fyrir slakan árangur á ÓL í Peking.

„Tæknin er bara ekki lagi núna og ég missti of mikið úr í undirbúningnum þegar ég meiddist fyrir fjórum vikum í Finnlandi. Þrátt fyrir að læknar íslenska hópsins hafi gert allt til þess að hlúa að þessum meiðslum þá var það ekki nóg. Ég mun fara í frekari rannsóknir þegar ég kem heim til Íslands,“  sagði Ásdís Hjálmsdóttir.

Úrslit úr spjótkasti kvenna á ÓL.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun, miðvikudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert