Lærisveinn Vésteins ólympíumeistari

Gerd Kanter.
Gerd Kanter. Reuters

 Gert Kanter frá Eistlandi varð rétt áðan ólympíumeistari í kringlukasti karla á ólympíuleikunum í Peking. Kanter, sem er þjálfaður af Vésteini Hafsteinssyni Íslandsmeistara í kringlukasti, er einnig heimsmeistari í greininni. Hann kastaði 68,82 metra, einum metra lengra en Piotr Malachovski frá Póllandi sem varð annar.
Tvöfaldur ólympíumeistari frá Lithaén, Virginius Alekna, varð  í þriðja sæti með 67,79.

Vésteinn er fyrsti Íslendingurinn sem þjálfar gullverðlaunahafa á Ólympíuleikum.  Hann tók við þjálfun Kanters haustið 2000 og undir Vésteins hefur Kanter fremsti kringlukastari heims. Hann varð heimsmeistari í fyrra, á besta árangur heims í ár og er nú ólympíumeistari.

Þegar sigur Kanters lá fyrir í dag átti Vésteinn erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum. 

Þess má til gamans og fróðleiks geta að Vésteinn þjálfaði Joackim Olsson, kúluvarpara frá Danmörku, þegar hann hafnaði í þriðja sæti í kúluvarpskeppni síðustu Ólympíuleika, í Aþenu fyrir fjórum árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert