„Þekkjum pólska liðið vel“

Óskar Bjarni Óskarsson, t.h. og Guðmundur Þ. Guðmundsson bera saman …
Óskar Bjarni Óskarsson, t.h. og Guðmundur Þ. Guðmundsson bera saman bækur sínar. Brynjar Gauti

„Við vorum búnir að klippa saman efni frá öllum fjórum liðunum sem við gátum mætt í 8-liða úrslitunum. Það er því til ýmislegt sem við munum fara yfir með strákunum á tveimur fundum á þriðjudag og það verður að duga,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari íslenska handknattleiksliðsins, þegar hann var spurður að því hvernig Íslendingar myndu búa sig undir leikinn gegn Pólverjum í 8-liða úrslitunum.

„Það voru margir á því að það væri best að sleppa við Frakkland í 8-liða úrslitunum en við höfum ekkert spáð í slíka hluti. Liðin breytast frá degi til dags. Ivano Balic er mættur til leiks hjá Króatíu á ný og þá er staðan allt önnur hjá þeim en áður. Við þekkjum pólska liðið vel og við getum því notað ýmis gögn sem við eigum af þeirra leik. Þeir verða erfiðir, er það eina sem ég get sagt – líkt og öll önnur lið sem við gátum mætt í næsta leik.“

Nánar er rætt við Óskar Bjarna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun ásamt því sem upplýsingar eru um næstu þrjá leiki íslenska liðsins á Ólympíuleikunum. 


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert