Jia-you Is-land

Ólafur Ragnar Grímsson fagnar sigrinum á Pólverjum með íslensku handboltamönnunum …
Ólafur Ragnar Grímsson fagnar sigrinum á Pólverjum með íslensku handboltamönnunum í Peking í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Árang­ur ís­lenska hand­bolta­landsliðsins á ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing vek­ur af ein­hverj­um ástæðum tals­verða at­hygli í Banda­ríkj­un­um þótt fæst­ir Banda­ríkja­menn viti nokkuð um íþrótt­ina. Í dag fjalla tvö af kunn­ustu blöðum lands­ins, USA Today og Christian Science Monitor, um ís­lensk­an hand­bolta á vefsíðum sín­um.

Það fyrr­nefnda seg­ir m.a. að Íslend­ing­ar hafi unnið hug og hjarta kín­verskra áhorf­enda, sem fylgd­ust með leik Íslands og Pól­lands í dag, og þeir hafi hrópað Jia-You (áfram) Is-land af kappi.

Blöðin velta því fyr­ir sér hvernig Íslend­ing­ar fari að þessu í ljósi þess, að þeir séu aðeins rúm­lega 300 þúsund tals­ins, eða álíka marg­ir og íbú­ar Wilm­ingt­on í Norður Karólínu.

„Ef byggð yrðu fjög­ur Fugls­hreiður (og Kín­verj­ar væru ör­ugg­lega til í það ef Íslend­ing­ar bæðu þá kurt­eis­lega) væri hægt að koma öll­um Íslend­ing­um þar fyr­ir og 64 þúsund manns að auki," seg­ir Christian Science Monitor og vís­ar þar til ólymp­íu­leik­vangs­ins í Pek­ing.

„Með öðrum orðum: Þegar leik­menn­irn­ir 15 í hand­boltaliðinu fóru til Pek­ing var það 0,005% af þjóðinni," bæt­ir blaðið við.

USA Today ræðir við nokkra af ís­lensku landsliðsmönn­un­um, þar á meðal Ró­bert Gunn­ars­son, sem seg­ist hafa verið 12 ára þegar Ísland spilaði síðast um sæti í undanúr­slit­um ólymp­íu­leik­anna árið 1992. Þá hafi hann verið í hópi þeirra 80% Íslend­inga, sem fylgd­ust með leikj­um liðsins í sjón­varpi.

„Nú er ég sjálf­ur í liðinu og það er frá­bært," seg­ir Ró­bert.

Blaðið ræðir einnig við Björg­vin Gúst­avs­son, markvörð, sem það seg­ir hafa varið ótrú­lega með hönd­um og fót­um í leikn­um við Pól­verja. Er Björg­vin m.a. spurður hvort ís­lensku leik­menn­irn­ir verði jafn fræg­ir og Björk ef þeir verða ólymp­íu­meist­ar­ar.

„Það vona ég," svar­ar Björg­vin.

En á hvernig tónlist hlust­ar hann?

„Allt nema Björk," svar­ar Björg­vin bros­andi og klapp­ar blaðamann­in­um á bakið. 

Um­fjöll­un Christian Science Monitor

Um­fjöll­un USA Today

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert