„Við kláruðum þetta skref. Það voru bara tvær leiðir, önnur upp og hin niður. Við fórum upp en það hefst strax undirbúningur að næsta verkefni. Við „tjöldum“ kannski aðeins og njótum augnabliksins en svo pökkum við saman öllu draslinu og höldum áfram,“ sagði Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik eftir 32:30-sigur liðsins gegn Pólverjum. Íslendingar eru þar með komnir í undanúrslit í annað sinn í sögunni.
„Helsti munurinn á þessu liði og því liði sem vorum með fyrir fjórum árum í Aþenu er sá að það eru allir með. Fyrir fjórum árum var ég sjálfur að spila mjög vel og ég held ég hafi sjaldan spilað betur. Samt vorum við að tapa leikjunum. Hér í Peking er ég stundum að spila á 50% getu í sumum leikjum en við við eru samt að vinna og það er frábært merki. Ég get því bara sleppt boltanum og látið hann ganga, og ég þarf ekkert að vera „þröngva“ skotum eða slíkt,“ sagði Ólafur en hann skoraði 4 mörk úr 8 skottilraunum.