Ólafur: „Við kláruðum þetta skref“

Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson mbl.is/Brynjar Gauti

„Við kláruðum þetta skref. Það voru bara tvær leiðir, önn­ur upp og hin niður. Við fór­um upp en það hefst strax und­ir­bún­ing­ur að næsta verk­efni. Við „tjöld­um“ kannski aðeins og njót­um augna­bliks­ins en svo pökk­um við sam­an öllu drasl­inu og höld­um áfram,“  sagði Ólaf­ur Stef­áns­son fyr­irliði ís­lenska landsliðsins í hand­knatt­leik eft­ir 32:30-sig­ur liðsins gegn Pól­verj­um. Íslend­ing­ar eru þar með komn­ir í undanúr­slit í annað sinn í sög­unni.

„Helsti mun­ur­inn á þessu liði og því liði sem vor­um með fyr­ir fjór­um árum í Aþenu er sá að það eru all­ir með. Fyr­ir fjór­um árum var ég sjálf­ur að spila mjög vel og ég held ég hafi sjald­an spilað bet­ur. Samt vor­um við að tapa leikj­un­um. Hér í Pek­ing er ég stund­um að spila á 50% getu í sum­um leikj­um en við við eru samt að vinna og það er frá­bært merki. Ég get því bara sleppt bolt­an­um og látið hann ganga, og ég þarf ekk­ert að vera „þröngva“ skot­um eða slíkt,“  sagði Ólaf­ur en hann skoraði 4 mörk úr 8 skottilraun­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert