Aðalsprauta spænska landsliðsins í handknattleik, Iker Romero, segist ekki óttast að mæta íslenska landsliðinu í undanúrslitaleiknum sem framundan er á Ólympíuleikunum.
„Við þekkjum íslenska liðið mætavel enda keppt við þá allnokkrum sinnum á þessu ári. Þeir eru afar þrautseigir og hafa á að skipa Ólafi Stefánssyni sem er einn sá besti í heiminum.“
Landslið þjóðanna hafa mæst sex sinnum á þessu ári og er tölfræðin heldur á bandi hinna spænsku. Ísland hefur unnið einu sinni en Spánn fjórum sinnum og samanlögð markatalan 193:203 Spánverjum í vil.