Usain Bolt stal senunni í 200 metra hlaupinu á ÓL í dag þegar hann setti heimsmet, en næstur í mark kom Churandy Martina frá Hollensku Antillaeyjum. Hann fagnaði að vonum vel líkt og Wallace Spearmon frá Bandaríkjunum, en hlaup þeirra beggja hafa nú bæði verið dæmd ógild.
Það kom fljótlega í ljós að Spearmon hefði stigið út fyrir hlaupabraut sína en það tók öllu lengri tíma að staðfesta að hlaup Martina hefði verið ógilt af sömu ástæðu. Silfurverðlaunin fara því til Shawn Crawford frá Bandaríkjunum og landi hans, Walter Dix, fær bronsverðlaun þrátt fyrir að koma fimmti í mark.