Wilbek: Sóknarleikurinn brást hjá okkur

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik.
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik. SCANPIX NORWAY

„Við skoruðum færri mörk en Króatar vegna þess að alltof mörg dauðafæri fóru forgörðum hjá okkur, sóknarleikurinn brást,“ segir Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik eftir tapið fyrir Króötum, 26:24, í átta liða úrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking.

Wilbek sagði að þegar öllum væri á botninn hvolft hefði sigur Króata verið sanngjarn. 

Evrópumeistarar Dana mæta Rússum á föstudag í leik um 5. - 8. sætið. Þetta verður í fyrsta sinn frá því Wilbek tók við danska landsliðinu vorið 2005 að hann kemur heim frá stórmóti án verðlauna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka