Íslenska landsliðið í handknattleik hefur jafnað besta árangur landsliðsins á Ólympíuleikum frá upphafi á leikunum í Peking en það getur ekki endað neðar en í fjórða sætinu. Á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 höfnuðu Íslendingar í fjórða sætinu.
Þorbergur Aðalsteinsson var landsliðsþjálfari þegar Íslendingar höfnuðu í 4. sætinu í Barcelona 1992 en Íslendingar fengu óvænt keppnisrétt eftir að Júgóslövum var meinuð þátttaka í leikunum.
Íslendingar töpuðu fyrir Samveldi sjálfstæðra ríkja (fyrrum Sovétríkjunum) í undanúrslitunum, 23:19, og í leiknum um bronsverðlaunin höfðu Frakkar betur á móti íslenska liðinu, 24:20.
Lið Íslands á Ólympíuleikunum 1992 var þannig skipað:
Markverðir:
Bergsveinn Bergsveinsson
Guðmundur Hrafnkelsson
Sigmar Þröstur Óskarsson
Aðrir leikmenn:
Gunnar Andrésson
Gústaf Bjarnason
Sigurður Bjarnason
Héðinn Gilsson
Valdimar Grímsson
Gunnar Gunnarsson
Patrekur Jóhannesson
Júlíus Jónasson
Konráð Olavsson
Birgir Sigurðsson
Einar Gunnar Sigurðsson
Jakob Sigurðsson
Geir Sveinsson (fyrirliði)
Þjálfari:
Þorbergur Aðalsteinsson