Fjórtán ára gullverðlaunahafi?

Sextán ára eða fjórtán? Það er stóra spurningin.
Sextán ára eða fjórtán? Það er stóra spurningin. Reuters

Sérstök rannsóknarnefnd Alþjóða Ólympíunefndarinnar rannsakar nú hvort hin kínverska He Kexin sem vann gullverðlaun fyrir listir sínar á tvíslá í frjálsum íþróttum sé í raun fjórtán ára en ekki sextán sem er lágmarksaldur á Ólympíuleikunum.

Ýmislegt þykir benda til að Kexin sé fjórtán ára en ekki sextán en samkvæmt nýútgefnu vegabréfi hennar er stúlkan nýorðin sextán og það taka mótshaldarar gilt en gögn sem fundist hafa og eru í rannsókn segja hana aðeins fjórtán ára og 220 daga gamla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert