Missa Danir móðinn?

Goran Sprem fagnar eftir að hafa skorað framhjá Kasper Hvidt, …
Goran Sprem fagnar eftir að hafa skorað framhjá Kasper Hvidt, marverði Dana, í leik Króatar og Dana á ÓL í gær. Nokkrir leikmenn danska landsliðsins hafa lýst því að þeir hafi engan áhuga á leikjunum tveimur sem danska liðið á eftir í keppninni í Peking. Reuters

Nokkrir leikmenn danska landsliðsins í handknattleik lýstu því yfir í gær að þeir hefðu takmarkaðann áhuga á að leika um 5. til 8. sætið í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Þeir vildu frekar fara frá Peking og komst heim til fjölskyldna sinna. Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins, varar leikmenn við að hugsa svona. Vissulega séu það vonbrigði að eiga ekki möguleika á að leika um verðlaun á Ólympíuleikunum en þeir megi ekki missa móðinn.

„Úr því sem komið er þá verða menn að hressa sig við og vinna þá tvo leiki sem eftir eru og ná fimmta sætinu. Áttunda sætið væri alveg óviðunandi fyrir okkur,“ segir Christensen sem lék lengi með danska landsliðinu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. „Leikmenn hafa ekki leyfi til þess að missa móðinn, þeir verða að herða upp hugann og gera það besta úr því sem komið er. En auðvitað skil ég vonbrigði leikmanna, bæði sem fyrrverandi landsliðsmaður og sem framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert