Barbora Spotakova frá Tékklandi hrósaði sigri í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Peking í dag. Spotakova, sem er heimsmeistari í greininni, kastaði 71,42 metra í síðustu umferð og setti með því nýtt Evrópumet. Maria Abakumova frá Rússlandi hreppti silfurverðlaunin með kast upp á 70,78 metra og hin þýska Christina Obergfoell varð þriðja með 66,13 metra.
Osleidys Menendez frá Kúbu, sem varð ólympíumeistari á leikunum í Aþenu 2004 og á heimsmet í greininni varð að gera sér sjötta sætið að góðu.