„Þetta gæti endað stórkostlega“

Alfreð Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari.
Alfreð Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Alfreð Gíslason, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var í sjöunda himni þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hans eftir frábæran sigur Íslendinga gegn Pólverjum í átta liða úrslitum í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Peking í gær.

,,Þetta var frábær leikur hjá strákunum og ég er virkilega ánægður með hvernig þetta hefur gengið hjá liðinu. Vörnin hefur verið fantagóð, markvarslan er í ágætu standi, sóknarleikurinn hefur verið fínn og stemningin í liðinu einstaklega góð. Þetta gæti endað með einhverju stórkostlegu,“ sagði Alfreð við Morgunblaðið en hann fylgdist með leiknum í sjónvarpi á hóteli í Þýskalandi. Hann er sem kunnugt er tekinn við þjálfun þýska stórliðsins Kiel og er á fullu í undirbúningi með lið sitt fyrir tímabilið.

Ítarlegt viðtal er við Alfreð í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert