Fernandes reiknar með spænskum sigri

Jerome Fernandez.
Jerome Fernandez. Reuters

Jerome Fernandes, einn besti handknattleiksmaður Frakka, segist búast við að Spánverjar vinni Íslendinga og leiki til úrslita við Frakka á sunnudaginn í úrslitaleik handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking. Leikur Íslendinga og Spánverja hefst klukkan 12:15 og er sýndur beint í Sjónvarpinu. Honum er einnig lýst í beinni textalýsingu á mbl.is.

Fernandes handarbrotnaði snemma í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna og getur því ekki tekið þátt í undanúrslitaleik Frakka og Króata sem hefst nú klukkan 10. 

Fernandes  var í viðtali við Eurosport í gær þar sem hann var m.a. spurður út leik Íslendinga og Spánverja í undanúrslitum. Hann sagðist meta stöðuna sem svo að Spánverjar væri sterkari en íslenska landsliðið hefði leikið vel til þess á Ólympíuleikunum og þar af leiðandi til alls líklegt. Spurður hvaða lið léku til úrslita á sunnudaginn svararði Fernandes: „Ég held Spánverjar mæti okkur Frökkum í úrslitaleik, en ég vona að það verði Íslendingar,“ sagði Fernandes og glotti við tönn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert